Loftslagsbreytingar í samtíma og framtíð

Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans,

Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans, hvort sem horft er til lífríkis, efnahags eða samfélaga manna. Hlýnað hefur á jörðinni um 0,85°C að meðaltali á síðustu 130 árum og gera spár vísindamanna ráð fyrir frekari hækkun hitastigs á komandi áratugum.

Ef þjóðir heims takast ekki strax á við vandann af festu mun hlýnunin valda miklum breytingum á heiminum eins og við þekkjum hann í dag.
Jöklar munu bráðna, sjávaryfirborð hækka, sjórinn súrna, styrkur fellibylja aukast, tegundir lífvera hrekjast af búsvæðum sínum, mörg þurr svæði í heiminum munu þorna enn frekar og svona mætti lengi telja.

Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif þessa verða gífurleg og pólitískur stöðugleiki minnkar og stríðsátök aukast.