Hafðu áhrif

Ungt fólk víðsvegar um heiminn hefur kallað eftir breytingum! Nú er komið að almenningi að svara þessu kalli og skora á stjórnvöld að grípa til raunverulegra aðgerða!

Við eigum auðvelt með breyta okkur sjálfum og koma auga á það sem við getum gert til að draga úr mengun. En til að sjá heildarmyndina þurfum við að skoða samfélagið okkar með gagnrýnum augum og beita gagnrýnni hugsun. Hvað er það í umhverfi okkar sem skaðar loftslagið? 

Áhrifaríkasta aðferðin til að hafa áhrif er að þrýsta á þá sem ráða og fræða annað fólk í kringum okkur um stöðuna. Mundu að þú átt rétt á að bjóða þig fram til kosninga og hafa þannig áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru á landinu.

Þú hefur áhrif.