Áskorun á ríkisstjórn Íslands

Áskorun á ríkisstjórn Íslands

Ágæta ríkisstjórn Íslands

Ég skora á ríkisstjórn Íslands að grípa þegar til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár. Það er á ábyrgð okkar allra að standa vörð um þessa einstöku náttúruperlu. Ríkisvaldið verður því að veita fjármagni til aðstoðar Skútustaðahreppi og umhverfisyfirvöldum svo draga megi úr næringarefnamengun í Mývatni.

Virðingarfyllst,

[signature]

3,772 undirskriftir

Deildu boðskapnum með vinum þínum:

   

BJÖRGUM MÝVATNI ! 

Ég skora á ríkisstjórn Íslands að grípa þegar til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár.

Það er á ábyrgð okkar allra að standa vörð um þessa einstöku náttúruperlu. Ríkisvaldið verður því að veita fjármagni til aðstoðar Skútustaðahreppi og umhverfisyfirvöldum svo draga megi úr næringarefnamengun í Mývatni.

NÁNAR UM MÁLIÐ:

Fram hefur komið í fréttum að undanförnu að lífríki Mývatns sé í bráðri hættu vegna næringarefnaauðgunar. Ofauðgunin hefur leitt til mikils vaxtar blágerla, svokallaðs leirloss, í vatninu sem dregur úr birtuskilyrðum í vatnsbol og á botni og þar með vexti þörunga, undirstöðufæðu vatnsins. Kúluskíturinn er horfinn af botni, hornsílastofninn hefur aldrei verið minni og bleikjan er vart svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Mikilvægt er því að grípa til allra mögulegra aðgerða sem draga úr næringarefnamengun í Mývatni.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að Skútustaðahreppur hefur verið að vinna að því að setja upp hreinsistöð við vatnið til að takmarka mengun í fráveitu sem rennur í Mývatn. Hinsvegar sé verkefnið sveitarfélaginu ofviða fjárhagslega. Ríkisvaldið verði því að koma að málinu. Landvernd hefur tekið undir það og sent ríkisstjórninni ákall um aðgerðir í málinu. Bréfið má nálgast hér.