Friðlýsing á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu, undirskriftalisti

Áskorun um friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu

Ágætu umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóri Umhverfisstofnunar

Ég skora á ykkur að hraða vinnu við friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu þannig að hægt sé að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi.

Jafnframt biðla ég til hreppsnefndar Árneshrepps að taka til skoðunar friðlýsingu á óbyggðum víðernum á skipulagssvæði hreppsins í stað Hvalárvirkjunar.

Ég skora á ráðherra, Umhverfisstofnun og Árneshrepp í ljósi þess að:
- Friðlýsingar eru jákvæður kostur fyrir sveitarfélög.
- Álit Skipulagsstofnunar á Hvalárvirkjun er virkjuninni mjög óhagfellt.
- Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til friðlýsingu á áhrifasvæði virkjunarinnar.
- Ný skýrsla Environice sem unnin var fyrir samtökin Ófeigu sýnir að til langs tíma er farsælast fyrir hreppinn að hafna virkjun og styðja við friðlýsingarferli.
- Tillaga umhverfisráðherra til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár var felld niður af þingmálaskrá yfirstandandi þings (149. þing).

Hvalárvirkjun er fyrirhuguð á óbyggðum víðernum á Ströndum en uppi eru hugmyndir um að virkja rennsli Hvalár, Rjúkanda og Eyvindafjarðarár á Ófeigsfjarðarheiði. Virkjanaframkvæmdir felast í 5 stíflum, 4 lónum, skurðum, göngum, stöðvarhúsi, veglagningu, efnistöku og flutningi á jarðvegi. Ef af verður er ljóst að um er að ræða óafturkræf spjöll á einstöku landssvæði.
Svæðið er metið mjög verðmætt óraskað en umhverfisáhrif virkjunarinnar eru talin verulega neikvæð og samfélagsleg óveruleg. Ávinningur af friðlýsingu er ótvíræður til langs tíma.

Friðlýsum áhrifasvæði Hvalárvirkjunar og verndum óbyggð víðerni Stranda. Friðlýsingar eru jákvæður kostur fyrir sveitarfélög.

Virðingarfyllst,

**your signature**

8,545 undirskriftir

Deila med vinum:

   

Við skorum á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar að hraða vinnu við friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu þannig að hægt sé að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi.
Jafnframt biðlum við til hreppsnefndar Árneshrepps að taka til skoðunar friðlýsingu á óbyggðum víðernum á skipulagssvæði hreppsins í stað Hvalárvirkjunar.

Við skorum á ráðherra, Umhverfisstofnun og Árneshrepp í ljósi þess að:

Hvalárvirkjun er fyrirhuguð á óbyggðum víðernum á Ströndum en uppi eru hugmyndir um að virkja rennsli Hvalár, Rjúkanda og Eyvindafjarðarár á Ófeigsfjarðarheiði. Virkjanaframkvæmdir felast í 5 stíflum, 4 lónum, skurðum, göngum, stöðvarhúsi, veglagningu, efnistöku og flutningi á jarðvegi. Ef af verður er ljóst að um er að ræða óafturkræf spjöll á einstöku landssvæði. Svæðið er metið mjög verðmætt óraskað en umhverfisáhrif virkjunarinnar eru talin verulega neikvæð og samfélagsleg áhrif óveruleg. Ávinningur af friðlýsingu er ótvíræður til langs tíma.

Friðlýsum áhrifasvæði Hvalárvirkjunar og verndum óbyggð víðerni Stranda. Friðlýsingar eru jákvæður kostur fyrir sveitarfélög.

Ítarefni
Álit Skipulagsstofnunar
Tillaga NÍ um friðlýsingu
Skýrsla Environice
Skýrsla um áhrif friðlýsinga á framleiðslu og atvinnu í næsta umhverfi
Þingmálaskrá 149. Löggjafaþings
Skýringarmyndband Landverndar um Hvalárvirkjun
Umsögn Landverndar um Hvalárvirkjun
Ályktun Landverndar frá 1998 um verndun menningarumhverfis landslags.